
Þetta er fyrir þig ef þú tengir við eitthvað af eftirfarandi:
- Ert að glíma við bakverki
- Vantar styrktarþjálfun meðfram annarri hreyfingu
- Vilt koma þér af stað í hreyfingu
Upplagið í tímunum er styrktarþjálfun, liðkanir og úthaldsæfingar.
Fókus á að aðlaga æfingar ef það eru einhver vandamál eða verkir og hjálpa svo til við að styrkja þau svæði.
Svo er bara almenn gleði og skemmtilegar æfingar!
Tíminn er á þriðjudögum frá 16:15-17:15. Námskeiðið byrjar á þriðjudaginn 12.september. Námskeiðið er 4 vikur
Fullt verð er 11.900 kr og prufuhópurinn sem byrjar núna 12.september fær námskeiðið á tilboðsverði, eða á 9.900 kr.
Athugið að í húsinu eru þrjár snyrtingar og hver og ein með sturtu.
Þjálfari er Daði Reynir sjúkraþjálfari, þjálfari og elskar skemmtilegar æfingar!