Hugmyndafræðin

Haustið 2020 settum við af stað fjarþjálfun sem við vildum að væri í senn fagleg og skemmtileg. Í gegnum starf okkar með öðrum og persónulega reynslu af þjálfun langar okkur að bjóða upp á markvissa og örugga þjálfun. 

Við lifum öll fyrir það að hreyfa okkur og viljum gera sem flestum kleift að stunda þá hreyfingu sem þeir brenna fyrir. Bakgrunnur okkar er úr ýmsum íþróttum og í dag stundum við öll fjölbreytta hreyfingu úr ýmsum áttum. Þar má nefna crossfit, dans, styrktarþjálfun, jiu jitsu, yoga, hugleiðslu, ketilbjölluþjálfun, hjól, hlaup, Bootcamp o.m.fl.

Við bjóðum upp á fjögurra vikna áætlanir með mismunandi áherslum sem hver og einn getur valið. Við höfum einnig sett upp fræðslu varðandi þær áherslur í hverju prógrammi fyrir sig.