Sterkari eftir meðgöngu - Fjarþjálfun

Sterkari eftir meðgöngu - Fjarþjálfun

Venjulegt verð
15.900 kr
Útsöluverð
15.900 kr
Venjulegt verð
Uppselt
Vöruverð
stk. 
Skattar innifaldnir.

Langar þig að vera sterkari, byrja aftur að lyfta, hlaupa, hoppa og njóta þess að hreyfa þig?

Vitu vita hvar þú átt að byrja, hvað er eðlilegt og hvað ekki, hvað áttu að gera ef eitthvað er ekki eins og þú ert vön, hversu mikið álag áttu að setja á líkamann og hvað máttu og máttu ekki gera. Hvernig vinum við með kvið og grindarbotn eftir fæðingu.

Allt þetta og meira til er hluti af námskeiðinu okkar og fléttað inn í æfingarnar sjálfar. Við leggjum áherslu á að hlusta á líkamann og stilla æfingaálagið út frá nýju hlutverki og þeim verkefnum sem því fylgir.

Næsta námskeið hefst á næstkomandi mánudag. Hámark 10 konur og því tilvalið að tryggja sér pláss sem fyrst.

Að lokinni áætluninni ættir þú að vera búin að finna hvernig líkaminn bregst við æfingum og geta stillt álagið á æfingu að því getustigi sem þú ert á hverju sinni. Þú ert komin með fleiri hugmyndir að því hvernig má skala æfingar og einstaklingsmiða þær til að ná þínum markmiðum.

Áætlunin nær yfir sex vikur en aðgangur að því í 4 mánuði. Bæði er hægt að verja lengri tíma í grunnæfingarnar eða taka þetta á lengri tíma en 6 vikum.

Hægt er að velja um að fá MEÐ (11.990 kr) eða ÁN eftirfylgdar (8.990 kr) sjúkraþjálfara/þjálfara. Með eftirfylgd er hægt að senda fyrirspurnir og pælingar í gegnum forritið á sjúkraþjálfara og þjálfara ásamt því að fá stuðning og hvatningu ásamt sérhæfðum leiðbeiningum.


Innifalið er:

  • Upphitunar- og öndunaræfingar sem má gera daglega (10 mín). Miða að því að byggja upp stöðugleika og grunnstyrk í kringum mjaðmagrindina. 
  • Styrktaræfingar eru tvisvar í viku, þær eru stuttar og byrja mjög rólega, álagið byggist síðan upp stigvaxandi.
  • Stutt myndbönd með mobility æfingum og nuddi til að hámarka árangur í æfingum en einnig til að létta á algengum álagssvæðum nýbakaðra mæðra.


Ásamt æfingum eru fræðslumolar um:

* Þær breytingar sem verða á líkamanum á og eftir meðgöngu - bil á milli kviðvöðva, starfsemi grindarbotnsins og test fyrir grindarbotninn, hormónar- svefn, öndun, vöðvavirkjanir, fræðsla um skynsama og hóflega þjálfun, hvernig hægt er að hlusta á skilaboð frá líkamanum til að stilla æfingaálag og fleira.