Mömmuþrek - Grunnnámskeið - MAÍ

Mömmuþrek - Grunnnámskeið - MAÍ

Venjulegt verð
24.900 kr
Útsöluverð
24.900 kr
Venjulegt verð
24.900 kr
Uppselt
Vöruverð
stk. 
Skattar innifaldnir.

Næsta grunnnámskeið byrjar á mánudaginn 28.apríl.

Langar þig að vera sterkari, byrja aftur að lyfta, hlaupa, hoppa og njóta þess að hreyfa þig?

Vitu vita hvar þú átt að byrja, hvað er eðlilegt og hvað ekki, hvað áttu að gera ef eitthvað er ekki eins og þú ert vön, hversu mikið álag áttu að setja á líkamann og hvað máttu og máttu ekki gera. Hvernig vinnum við með kvið og grindarbotn eftir fæðingu.

Allt þetta og meira til er hluti af námskeiðunum okkar og fléttað inn í æfingarnar sjálfar.

Næsta námskeið hefst á mánudaginn 28.apríl og er 4 vikur.  Hámark 12 pláss í boði og því tilvalið að tryggja sér pláss sem fyrst. Börnin að sjálfsögðu velkomin með. 

Grunnnámskeið er á mán, mið og fös kl. 12

Frí á rauðum dögum.

Næsta grunnnámskeið hefst 3.mars og hefjast þau alltaf á fjögurra vikna fresti.

Staðsetning: Vivus þjálfun, Langholtsvegur 111.

Sjúkraþjálfarar og þjálfarar kenna tímana. Byrjum rólega á grunnnámskeiðinu og förum yfir grunn fyrir kröftugri æfingar sem verða í framhaldstímunum. 

Lokaður Facebook hópur og online fræðsla sem hægt er að spjalla um í tímunum. Ef þú missir af æfingu geturðu fengið heimaæfingu. 

Umsagnir <3

“Ég er rosa ánægð með mismunandi útfærslur á æfingum og vel skipulagðar æfingar. Mjög fjölbreyttar æfingar líka.”

“Ég gæti ekki verið ánægðari með mömmuþrek VIVUS og ég hlakka alltaf til að mæta. Það gefur mér svo ótrúlega mikið að mæta þrisvar í viku á æfingu og ég kem alltaf endurnærð af æfingu bæði líkamlega og andlega. Það skiptir ekki máli hvernig dagsformið mitt er, ég tek æfinguna á mínum forsendum, þar sem maður mætir ávallt jákvæðu og uppbyggilegu viðmóti þjálfarana. Ekki skemmir fyrir að maður er komin í betra form en fyrir meðgöngu 💪”

“dýrka Vivus - góðar æfingar sem má alltaf skala að dagsforminu. Aðstaðan og búnaður til fyrirmyndar.”

“Andrúmsloftið í tímunum er svo gott, allir velkomnir og manni líður eins og maður sé partur af teymi. Það er svo gott að sjá mismunandi útfærslur af æfingum sem gerir það ofsalega þægilegt fyrir alla að taka þátt þó fólk sé í misgóðu formi osfrv”

“Frábært að getað hoppað á milli 10 og 11 tímans, annars væri ég ítrekað að missa af tímum útaf svefni barnsins sem er alltaf að breytast. Rosa ánægð líka að það séu 3x tímar í viku, flestir bara með 2x”

“Alltaf gott andrúmsloft á æfingum, góðar og fjölbreyttar æfingar og alltaf verið að minna á að gera æfingarnar á eigin hraða, engin pressa á að “klára”, bara gera eins vel og maður getur þann daginn.”

“Mæli með! Gott að hafa sjúkraþjálfara sem útskýrir allar æfingarnar vel. Hlakka alltaf til að fara á æfingar.”