Ef þú ert eða hefur verið að díla við eymsli, meiðsli eða stífleika í tengslum við hlaup, þá mælum við með að lesa áfram.
Prógramm þar sem eru eingöngu liðkandi æfingar fyrir hlaupara og miðar að því að screen-a (skima) hvaða svæði líkamans þurfa mest á því að halda og einblína á þau.
Þá eru þetta nokkrar skilvirkar liðkandi æfingar sem við mælum með að þú gerir miðað við það sem kemur út úr skimuninni.
Þetta er allt fjarþjálfun, einföld test í byrjun sem ákvarða hvaða liðkandi æfingar henta og eru mikilvægastar.
Væri ekki gott að þurfa "bara" að gera nokkrar skilvirkar liðkandi æfingar í staðin fyrir að gera fullt af allskonar og vona það besta?
Næsti hópur fer af stað á mánudaginn 9.september og 15 einstaklingar sem komast að.
8 vikna prógramm og hægt að sinnna meðfram hlaupum, til dæmis tilvalið að nota fyrir og/eða eftir hlaup.
Umsagnir frá hlaupurum sem hafa verið í prógramminu:
"Þvílíkur munur og líkaminn kallar á að ég geri æfingarnar"
"Ég er búin að vera alveg verkjalaus í hné og mjöðmum á hlaupum síðustu vikurnar"
"Stífni hefur snarminnkað í mjöðmunum. Finn fyrir jákvæðum breytingum á hlaupum"
"Hef fundið töluvert minna fyrir beinhimnubólgunni eftir að ég byrjaði að gera þessar æfingar."
"Ég þreytist minna en ég hef gert og er að bæta mig í hraða"
"Fann strax frá byrjun hvað liðkanirnar og hreyfiflæðið sem upphitun léttu á mér í hlaupunum"
"Svo gott að hafa plan sem er sniðið að mínum verkjum í hlaupunum"