
Bæði hægt að afgreiða í einni greiðslu eða greiða 8.990 kr. á mánuði í 3 mánuði hér í gegn:
Ég er að bjóða upp á fjarþjálfun sem virkar þannig að hópurinn er í lokaðri instagram grúppu þar sem allar æfingar og fræðsla kemur inn.
Næsti hópur byrjar föstudaginn 16.maí og er í 12 vikur.
Innifalið er:
Þrjár æfingar á viku í 12 vikur:
💪🏻 Styrktaræfing
🏃 Hlaupaæfing
🤸 Liðkandi æfing
Styrktar- og liðkandi æfingarnar eru leiddar fyrir þau sem vilja.
Lauma svo inn allskonar fræðslumolum með líka, það sem hefur virkað fyrir mig, slökun og allskonar skemmtilegu 🏋️♀️
Markmiðið er að finna góðan takt í hreyfingu, líða vel og hafa gaman.
Umsagnir:
"Fjarþjálfun hjá Söru hentar mjög vel á þeim stað sem ég er á núna að gera tekið æfingu hvar sem er og hvenær sem er. Sara er mjög hvetjandi, æfingarnar eru vel upp settar og bjóða upp á að maður ögri sér og getu sinni. það er auðvelt að fylgja formattinu. Mæli með!"
"Finn góðan mun á hlaupunum eftir að ég er byrjuð að gera styrk líka og finn líka að þolið hefur aukist. Finnst auðveldast að gíra mig í hlaupinn en svo ert þú mjög hvetjandi í leiddu æfingunum sem gerir þær mjög skemmtilegar þegar maður er komin af stað."
"Sara er frábær og lausnamiðaður þjálfari sem mætir manni þar sem maður er. Hún er með mjög heilbrigt viðhorf til hreyfingar og heilbrigðs lífsstíls sem smitar frá sér."
"Hef aldrei áður prófað fjarþjálfun og kemur mér skemmtilega á óvart. Finnst æfingarnar skemmtilegar og fjölbreyttar og Sara ótrúlega hvetjandi og heyrir reglulega í manni með pepp og ráðleggingar. Fullkomin leið til að hreyfa sig eftir orlofið (þó ég sakni bestu mömmutímana í Vivus)."
"Ég bara elska þetta 😉"
Búnaður:
Ég mæli með að eiga annaðhvort eina ketilbjöllu eða 1-2 handlóð af þyngdum sem þið ráðið vel við, eina langa teygju og eitt miniband. Ekkert af þessu er nauðsynlegt og hægt að nota þungar bækur, flöskur með vatni, sokkabuxur í staðin fyrir teygjur og allt sem ykkur dettur í hug.
Sara Lind sjúkraþjálfari og þjálfari sér um prógrammið.