
4 vikna námskeið sem hefst mánudaginn 22.ágúst.
Markmiðið með tímunum er að stunda skemmtilegar æfingar í góðum hópi þar sem allar æfa á sínum forsendum. Gleði, sviti og góður félagsskapur er aðalmarkmiðið. Einnig verður tekið spjall um grindarbotn, kviðbil, meiðsli eða allt það sem brennur á iðkendum og það sem spjallað er um í saumaklúbbum. Tilvalið að plata einhverja vinkonu með sér eða koma ein, hvort sem heldur munum við taka vel á móti þér.
Tímasetning: Mánudagar kl.17, fimmtudagar kl.06:45 og ein fjaræfing (hlaupa- eða þolæfing sem hægt er að gera hvar sem er).
Staðsetning: Vivus þjálfun, Langholtsvegur 111.
Sjúkraþjálfarar og þjálfarar kenna tímana.
Þjálfarar eru Sara Lind og Valgerður.