
Styrkur - Þol - Sprengikraftur - Liðkandi æfingar
Stangir - Handlóð - Bjöllur - Þrektæki - Hopp - Hlaup
4 vikna námskeið sem hefst á mánudaginn 13.október. Hugsað fyrir stráka, karla og strákakarla.
Naprapati og styrktarþjálfari sem leiðir tímana og því tilvalið ef þér hefur vantað stuðning og hvatningu í að komast af stað í hreyfingu eða ert að ná þér eftir meiðsli.
Fókus á að aðlaga æfingar ef það eru einhver vandamál eða verkir og hjálpa svo til við að styrkja þau svæði.
Svo er bara almenn gleði og skemmtilegar æfingar!
Verð: 22.900 kr. fyrir 4 vikna tímabil.
Tímasetning: Mánudagar kl.06:45 og miðvikudagar kl.16:30. Frí á rauðum dögum. 45 mínútna tímar.
Staðsetning: Vivus þjálfun, Langholtsvegur 111.
Þjálfari er Arnór Gauti Brynjólfsson naprapati og styrktarþjálfari.
Athugið að í húsinu eru þrjár snyrtingar og hver og ein með sturtu.