
4 vikna námskeið sem hefst á mánudaginn 6.júní, grunnnámskeið og framhaldsnámskeið í boði.
Grunnnámskeið er á mán, mið og fös kl. 10.
Framhaldsnámskeið er á mán, mið og fös kl. 11.
Staðsetning: Vivus þjálfun, Langholtsvegur 111.
Sjúkraþjálfarar kenna tímana. Byrjum rólega á grunnnámskeiðinu og förum yfir grunn fyrir kröftugri æfingar sem verða í framhaldstímunum. Börnin að sjálfsögðu velkomin með.
Lokaður Facebook hópur og online fræðsla sem hægt er að spjalla um í tímunum. Ef þú missir af æfingu geturðu fengið heimaæfingu.
Markmiðið með mömmuþrekinu er að stunda skemmtilegar æfingar í góðum hópi þar sem áhersla er lögð á að hver og einn geri æfingar við sitt hæfi.
Einnig er hægt að bóka tíma fyrir einstaklinga / smærri hópa fyrir nánari leiðsögn.
Þjálfarar eru María Kristín, Sara Lind og Valgerður.