Sterkara og hreyfanlegra bak - 25. mars

Sterkara og hreyfanlegra bak - 25. mars

Venjulegt verð
0 kr
Útsöluverð
0 kr
Venjulegt verð
0 kr
Uppselt
Vöruverð
stk. 
Skattar innifaldnir.

Þetta námskeið er fyrir þig ef þig langar að:

  • Draga úr verkjum/óþægindum frá mjóbaki
  • Fá æfingar í takt við þína bakverki 
  • Vera hreyfanleg/-ur og sterk/-ur
  • Fá skoðun* á bakinu þínu og einkennum
  • Halda áfram að gera og æfa það sem þér finnst skemmtilegt

Námskeiðið er 12 vikur og eru tímarnir á þriðjudögum milli 10:30-11:30 

Hámark 12 einstaklingar á námskeiðinu. 

  • Hóptími  1x í viku með sjúkraþjálfara þar sem unnið er að því að draga úr einkennum frá mjóbakinu. Æfingar, teygjur, losanir með boltum og almenn fræðsla varðandi bakið.
  • 8 vikna fjarprógramm sem inniheldur æfingar og fræðslu í kjölfarið á skoðun og er aðgengilegt í 12 vikur

Fjar - Prógrammið samanstendur af 3 æfingum á viku sem taka um það bil 15 mínútur ásamt fræðslu um hvernig hægt er að aðlaga æfingar í takt við einkenni til að vinna smátt og smátt að því að geta stundað þá hreyfingu sem þú vilt án þess að finna fyrir verkjum/óþægindum á meðan eða í kjölfarið. 

Kostnaður námskeiðsins fer eftir gjaldskrá sjúkratrygginga um hóptímagjald. 

*Athugið að skoðunartíminn er val hvers og eins og greiddur sér og kostnaðurinn bætist við þetta verð, fer eftir stöðu hvers og eins hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Staðsetning skoðunartíma: Vivus þjálfun, Langholtsvegur 111.

Daði sjúkraþjálfari sér um skoðanirnar, hóptímana og fjarprógrammið.