Finndu taktinn – Fjarþjálfun

29.900 kr.

Ef þig langar að byrja að hreyfa þig eftir hlé eða eftir meiðsli en ert að upplifa eitt eða fleiri atriði af eftirtöldu þá endilega haltu áfram að lesa.

8 vikna fjarþjálfunarúrræði fyrir konur sem eru með stoðkerfiseinkenni i tengslum við eitthvað af eftirfarandi:

💫 Dreifðir verkir

💫 Stífleiki

💫 Hamlandi þreyta

💫 Orkuleysi 

Þann 5.janúar byrjum við fjarprógramm fyrir konur sem eru að upplifa eitthvað af ofantöldu en vilja byrja rólega að hreyfa sig á sínum forsendum.

Áhersla verður lögð á að viðkomandi fái þá hjálp sem þarf til að aðlaga æfingar í takt við líðan og velja viðeigandi bjargráð út frá því. 

Hvort sem það eru verkfæri til að:

🌳 Róa taugakerfið

🌳 Draga úr verkjum 

🌳 Velja viðeigandi ákefð útfrá líðan 

🌳 Velja viðeigandi liðkandi æfingar útfrá stífleika

Innifalið er:

  • Fræðslumyndbönd
  • Liðkanir
  • Öndunaræfingar
  • Styrktar- og úthalds æfingar
  • Allt ofantalið með það markmið að auka vellíðan, draga úr streitu og komast af stað í hreyfingu þrátt fyrir stoðkerfiseinkenni.

Aðalmarkmiðið með prógramminu er að gera hreyfingu að sjálfsögðum parti af lífinu, finna leiðir til að nota hreyfingu til draga úr einkennum streitu og verkja auk þess að auka virkni í daglegu lífi, bæta sjálfsþekkingu og sýna sér mildi þegar þess þarf 💚

Í hverri viku er:

💪🏻 Styrktaræfing

🏃 Ein útivera/ganga/þrektæki

🤸 Liðkandi æfing

Eftirfylgd og æfingarnar koma inn í gegnum Truecoach æfingaforritið. 

Sara Lind sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur sér um prógrammið og eftirfylgni.