Um okkur
Endurhæfing, fræðsla, stuðningur
VIVUS er æfingastöð stofnuð af sjúkraþjálfurum sem brenna fyrir hreyfingu og það að gera fólki kleift að sinna þeirri hreyfingu sem það elskar. Þau sérhæfa sig í endurhæfingu með áherslu á fræðslu og stuðning til að skjólstæðingar þeirra geti fundið leiðir til að líða vel á hreyfingu þrátt fyrir meiðsli.
Við sérhæfum okkur í endurhæfingu með áherslu á að finna leiðir til að draga úr verkjum með hreyfingu. Skoðun og greining ákvarðar viðeigandi fræðslu og stuðning til að hægt sé að líða vel á hreyfingu þrátt fyrir meiðsli eða önnur vandamál.
Sjúkraþjálfararnir okkar

Sara Lind Brynjólfsdóttir
Almenn sjúkraþjálfun, sjúkraþjálfun tengd meðgöngu og íþróttasjúkraþjálfun. Sara Lind heldur fyrirlestra og námskeið hjá fyrirtækjum og hópum um líkamleg álagseinkenni, líkamsstöður og líkamsbeitingu, hreyfingu og svefn.
Menntun
Námskeið
Starfsferill

Daði Reynir Kristleifsson
Öll almenn sjúkraþjálfun með áherslu á bak, háls, axlir og mjaðmir. Vinn eftir hugmyndafræði kinetic control varðandi hreyfistjórnun og æfingar útfrá vandamálum hvers og eins.