Endurhæfing – fræðsla – stuðningur
VIVUS er æfingastöð stofnuð af sjúkraþjálfurum sem brenna fyrir hreyfingu og það að gera fólki kleift að sinna þeirri hreyfingu sem það elskar. Þau sérhæfa sig í endurhæfingu með áherslu á fræðslu og stuðning til að skjólstæðingar þeirra geti fundið leiðir til að líða vel á hreyfingu þrátt fyrir meiðsli.
Við sérhæfum okkur í endurhæfingu með áherslu á að finna leiðir til að draga úr verkjum með hreyfingu. Skoðun og greining ákvarðar viðeigandi fræðslu og stuðning til að hægt sé að líða vel á hreyfingu þrátt fyrir meiðsli eða önnur vandamál.