Vivus - Finndu taktinn - Prufuhópur - Fjarþjálfun

Vivus - Finndu taktinn - Prufuhópur - Fjarþjálfun

Venjulegt verð
29.900 kr
Útsöluverð
29.900 kr
Venjulegt verð
39.900 kr
Uppselt
Vöruverð
stk. 
Skattar innifaldnir.

 

8 vikna fjarþjálfunarúrræði fyrir konur sem eru með streitutengd stoðkerfiseinkenni i tengslum við álag, eftir meðgöngu/fæðingar eða hormónabreytingar (breytingaskeið).

Prufuhópur með 10 konum fer af stað þann 18.ágúst.

Fjarúrræði fyrir konur sem vilja hreyfa sig og styrkja en eru að upplifa streitutengd stoðkerfiseinkenni (til dæmis verkir, stífleiki, stirðleiki, óþægindi, hamlandi þreyta...). 

Einstaklingur fær aðstoð við að finna leiðir til að stunda hreyfingu með tilliti til þessara einkenna. Viðkomandi fær spurningalista í upphafi úrræðis til að finna út hvaða áherslur þarf að vinna með.

Í kjölfarið fær viðkomandi prógramm með:

  • Fræðslumyndböndum
  • Liðkunum
  • Öndunaræfingum
  • Styrktar- og úthalds æfingum

Allt ofantalið með það markmið að auka vellíðan, draga úr streitu og komast af stað í hreyfingu þrátt fyrir stoðkerfiseinkenni.

Mismunandi prógramm eftir svörun á spurningalistanum. Stuðningur og eftirfylgni fer öll fram í appi (Truecoach) og verður notaður spurningalisti í lok úrræðis til að meta árangur.


Áhersla verður lögð á að viðkomandi fái þá hjálp sem þarf til að aðlaga æfingar í takt við líðan og velja viðeigandi bjargráð út frá því. Hvort sem það eru verkfæri til að róa taugakerfið, draga úr verkjum eða ráðleggingar varðandi ákefð í æfingum og allt þar á milli. Aðalmarkmiðið með prógramminu er að gera hreyfingu að sjálfsögðum parti af lífinu sem hefur jákvæð áhrif út ævina.  

Finna leiðir til að nota hreyfingu til draga úr einkennum streitu og verkja auk þess að auka virkni í daglegu lífi, bæta sjálfsþekkingu og sýna sér mildi þegar þess þarf. 

Æfingarnar eru allar leiddar og það eina sem þarf að gera er að smella á play og fylgja <3

Í hverri viku er:

  • Ein styrktaræfing (leidd)
  • Ein liðkandi æfing (leidd)
  • Ein útivera/ganga/þrektæki

Sara Lind Brynjólfsdóttir sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur sér um hópinn.